Nokkrir sektaðir og aðrir teknir úr umferð
Lögreglan á Suðurnesjum kærði örfáa ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 122 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá voru ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar og/eða fíkniefnaakstur. Einn þeirra viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna og var hann með fíkniefni á sér. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli.