Nokkrir á hraðferð
Lögreglan fékk tilkynningu um miðjan dag í gær að ekið hafi verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið við Sundmiðstöðina við Sunnubraut. Tjónvaldur hvarf af vettvangi. Kom þetta fyrir á milli klukkan 09:30 og 12:00 í dag. Bifreiðin sem ekið var á er Volkswagen Polo, grá að lit. Eitt ölvunarútkall barst lögreglu í gærdag og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur.
Í nótt voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur en annar þeirra var mældur á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hraði er 90 km. Hinn var mældur á 95 km hraða á Njarðarbraut þar sem leyfður hraði er 50 km. Rétt fyrir klukkan 05:00 var ökumaður bifreiðar stöðvaður, þar sem hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.