Nóg um að vera á bókasafninu í vetrarfríi skólanna
Bókasafn Reykjanesbæjar mun bjóða upp á skemmtilega dagskrá á meðan vetrarfríi grunnskólanna stendur yfir núna dagana 19.-.22. október. Hrekkjavaka er að ganga í garð og því verður boðið upp á föndur þar sem börn og fullorðnir geta dundað sér saman við að klippa út pappírsbrúður og búa til hrekkjavökugrímur.
Opnunartími bókasafnsins þessa daga:
Föstudagurinn 19. okt: 9-18
Laugardagurinn 20. okt: 11-17
Mánudagurinn 22. okt: 9-18.