Nóg um að vera á 1. maí á Suðurnesjum
Hátíðarhöld vegna 1. maí í Reykjanesbæ verða í Stapanum. Húsið opnar klukkan 13:45 og mun Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja flytja hátíðarávarp. Ræðu dagsins mun Skúli Thoroddsesn framkvæmdastóri SGS flytja. Í kjölfarið mun Guðrún Gunnarsdóttir söngkona flytja lög Ellýjar Vilhjálms. Einstaklingar verða heiðraðir og nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja munu flytja atriði úr söngleiknum Bláu augun þín. Félagar úr kór eldri borgara munu einnig taka nokkur lög. Kaffiveitingar verða í boði verkalýðsfélaga.
Klukkan 14 verður börnum boðið á kvikmyndasýningu í Nýja bíó.
Í Sandgerði verður kaffisamsæti í Samkomuhúsinu frá klukkan 15 til 17. Þar mun sr. Önundur Björnsson sóknarprestur og alþingismaður flytja hátíðarávarp. Ýmis tónlistaratriði verða á boðstólum.
Opið hús verður hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur laugardaginn 1. maí kl. 14:30 til 17:00 og þá er kjörið fyrir Grindavíkinga að kíkja í kaffiveitingar hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Klukkan 14 verður börnum boðið á kvikmyndasýningu í Nýja bíó.
Í Sandgerði verður kaffisamsæti í Samkomuhúsinu frá klukkan 15 til 17. Þar mun sr. Önundur Björnsson sóknarprestur og alþingismaður flytja hátíðarávarp. Ýmis tónlistaratriði verða á boðstólum.
Opið hús verður hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur laugardaginn 1. maí kl. 14:30 til 17:00 og þá er kjörið fyrir Grindavíkinga að kíkja í kaffiveitingar hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.