Fréttir

Nóg að gera hjá björgunarsveitinni
Það getur blásið hressilega við Krossmóa í Reykjanesbæ þar sem þessi mynd var tekin í síðasta óveðri.
Föstudagur 24. febrúar 2017 kl. 14:08

Nóg að gera hjá björgunarsveitinni

Björgunarsveitin Suðurnes er með hópa í verkefnum víðsvegar um Reykjanesbæ. Negla hefur þurft þakkanta og festa grindverk sem hafa verið að fjúka. Engin stór útköll hafa borist samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.
 
Björgunarsveitarfólk sér einnig um að loka Reykjanesbrautinni. Lokunarpóstur er við mislæg gatnamót við Innri Njarðvík áður en komið er á Stapann. Þá er Grindavíkurvegur einnig lokaður bæði við Grindavík og Bláa lónið.
 
Public deli
Public deli