Nöfn þeirra sem létust
Fólkið sem beið bana í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í gær var allt búsett í Keflavík. Þau sem létust hétu Benedikt Oddsson, 30 ára, til heimilis að Greniteig 36 í Keflavík. Benedikt var einhleypur en lætur eftir sig fjögurra ára gamla dóttur. Jón Rúnar Árnason, 49 ára, og eiginkona hans Vilborg Jónsdóttir, 45 ára. Þau voru til heimilis að Túngötu 17 í Keflavík. Þau láta eftir sig þrjá uppkomna syni.