Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Njótið dagsins í dag - það rignir á morgun
Kort Veðurstofu Íslands sem sýna veður við Faxaflóa í dag og á morgun.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 26. júlí 2019 kl. 10:04

Njótið dagsins í dag - það rignir á morgun

Íbúar Suðurnesja ættu að njóta dagsins. Það verður bongó-blíða í dag en á morgun verða breytingar á veðri og fer að rigna.

Textaspá fyrir Faxaflóa

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 seinnipartinn. Skýjað og þurrt að kalla fram á morgundag, en þá fer að rigna. Austan og suðaustan 8-13 á morgun. Hiti 13 til 18 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-8 m/s, skýjað og lítilsháttar væta. Austlægari átt og fer að rigna í fyrramálið. Suðaustan 5-10 á morgun, en 8-13 annað kvöld. Hiti 15 til 20 stig.