Njarðvíkurstúlkur fá Kana fyrir bikarslaginn
Kvennalið Njarðvíkur er búið að fá nýjan bandarískan leikmann sem mun leika með liðinu í bikarúrslitaleiknum 9. feb. nk. Ebony Dickinson spilaði fyrir KFÍ fyrir 3 árum og þykir mjög sterkur leikmaður. Hún er væntanleg til landsins í dag. Njarðvíkingar munu því örugglega mæta með sterkara lið gegn KR-ingunum í þessum fyrsta úrslitaleik þeirra grænklæddu. Þessi laugardagur verður stór hjá Njarðvíkingum því karlaliðið mun einnig leika til úrslita.