Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Njarðvíkurskóli tekur þátt í að fyrirbyggja einelti
Krakkarnir í Njarðvíkurskóla ætla að læra um Vináttu-verkefnið á næstunni.
Miðvikudagur 22. nóvember 2017 kl. 12:02

Njarðvíkurskóli tekur þátt í að fyrirbyggja einelti

Njarðvíkurskóli tekur nú þátt í Vináttuverkefni Barnaheilla, en verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu, auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Markmið þess er að fyrirbyggja einelti og byggja upp sterka einstaklinga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Veturinn 2017 til 2018 taka fimmtán grunnskólar í sex sveitarfélögum þátt í tilraunavinnu með efnið. Eftir það verður efnið yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum grunnskólum landsins.


Krissi lögga og Lúlli löggubangsi mættu í Njarðvíkurskóla og færðu krökkunum Vináttu-bangsann Blæ.

Verkefnið er einnig liður í því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla en nemendur á Gimli, sem er heimaleikskóli Njarðvíkurskóla, halda áfram að vinna með Vináttu þegar í grunnskóla er komið.
Helena Rafnsdóttir, deildarstjóri yngra stigs Njarðvíkurskóla, segir það sannkallaðan heiður fyrir Njarðvíkurskóla að vera tilraunarskóli í þessu verkefni.

Verndari Vináttuverkefnisins er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.


Krakkarnir voru stilltir og prúðir þegar Krissi lögga ræddi við þá um einelti.


Krissi lögga og Vináttu-bangsinn Blær.