Njarðvíkurskóli í samstarfi við Björgunarsveitina
 Fulltrúar frá Björgunarsveitinni Suðurnes heimsóttu nemendur í Njarðvíkurskóla og fjölluðu um flugelda og þá slysahættu sem þeir skapa ef þeir eru ekki rétt meðhöndlaðir. Fengu þeir góðar móttökur enda nemendur spenntir fyrir áramótunum.
Fulltrúar frá Björgunarsveitinni Suðurnes heimsóttu nemendur í Njarðvíkurskóla og fjölluðu um flugelda og þá slysahættu sem þeir skapa ef þeir eru ekki rétt meðhöndlaðir. Fengu þeir góðar móttökur enda nemendur spenntir fyrir áramótunum.
Njarðvíkurskóli hefur verið í samstarfi við þá í vetur og tengt starf þeirra með unglingum við nám í valgreinum skólans. Nemendur í Njarðvíkurskóla sem starfa í Unglingadeildinni Klettur fá starfið metið sem námsgrein. Samstarfið hefur verið mjög gott og bíða þau spennt  til komandi samstarfs á næstu árum


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				