Fréttir

Njarðvíkingur opnar nýja gamaldags verslun á Breiðdalsvík
Friðrik í húsakynnunum. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson.
Föstudagur 27. febrúar 2015 kl. 13:22

Njarðvíkingur opnar nýja gamaldags verslun á Breiðdalsvík

„Við höfum undanfarin fjögur ár rekið hér kaffihús en ætlum nú um mánaðarmótin að opna matvöruverslun, minjagripaverslun og kaffihús,“ segir Njarðvíkingurinn Friðrik Árnason sem stýrir Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík. Til stendur að opna nýja matvöruverslun á vegum hótelsins í húsnæði sem áður hýsti kjörbúð Kaupfélags Stöðfirðinga. Frá þessu er greint á Austurfrétt.

Í viðtalinu segist Friðrik aldrei hafa séð fleiri ferðamenn á staðnum heldur en í vetur og undanfarið hafi verið unnið að því að standsetja verslunina eins og um sé að ræða 50 ára gamla verslun. „Við höfum undanfarin fjögur ár rekið hér kaffihús en ætlum nú um mánaðarmótin að opna matvöruverslun, minjagripaverslun og kaffihús,“ segir Friðrik meðal annars í viðtalinu sem nánar má lesa hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024