Njarðvík bikarmeistari: Bikarinn kominn í lögreglufylgd
Lögreglan í Keflavík fylgdi Njarðvíkingum inn í Reykjanesbæ nú í kvöld með bikarinn góða en Njarðvík varð í dag bikarmeistari karla í körfuknattleik eftir að hafa borið sigurorð af Fjölni 90-64. Jafnræði var með liðinum í fyrri í hálfleik en í þeim síðari tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum og sigruðu örugglega. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi af nokkrum kátum Njarðvíkingum utan við Ljónagryfjuna í kvöld þar sem tekið var á móti liðinu með flugeldaskothríð og söng.