Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Njarðtak að kaupa alla ruslabíla Reykjavíkur?
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 15:59

Njarðtak að kaupa alla ruslabíla Reykjavíkur?

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Íslenska gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, en stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins er Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Samkvæmt fréttum RÚV í dag er tilboðið upp á 735 milljónir króna en Vélamiðstöðin ehf. leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík og leigir einnig bíla til Orkuveitu Reykjavíkur, svo eitthvað sé nefnt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024