Njarðarbraut malbikuð í dag
-Hugsanlegar umferðartafir
Njarðarbraut við Fitjar í Njarðvík verður malbikuð í dag og búast má við einhverjum umferðartöfum á meðan. Vegakaflinn var fræstur á dögunum. Frá þessu greinir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, á fésbókarsíðunni „Reykjanesbær-gerum góðan bæ betri“, en sú síða var stofnuð með það að markmiði að skapa umræðu um það sem betur megi fara í bæjarfélaginu.