Njarðarbraut lokuð fram á kvöld
Njarðarbraut í Reykjanesbæ verður lokuð í dag og fram á kvöld vegna framkvæmda. Verið er að setja upphækkaða gangbraut við strætisvagnabiðskýlið neðan við Steináshverfið, gegnt gömlu Steypustöðinni, og er umferð á meðan beint upp Grænásbrekkuna.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi framkvæmd væri hluti af átaki til að bæta umferðaröryggi þar sem skólarnir eru farnir í gang og börn mikið á ferli nálægt umferðargötum.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi framkvæmd væri hluti af átaki til að bæta umferðaröryggi þar sem skólarnir eru farnir í gang og börn mikið á ferli nálægt umferðargötum.