Níu Vítisenglar stöðvaðir í Leifsstöð
Garðmönnum er nokkur vandi á höndum. Við það að breyta nafni sveitarfélagsins úr Gerðahreppur yfir í sveitarfélagið Garður, þarf einnig að breyta vef sveitarfélagsins, þ.e. slóðinni á vefinn. Í dag nota Garðmenn www.gerdahreppur.is. Nú þegar Garðurinn hefur öðlast kaupstaðarréttindi og heitir Sveitarfélagið Garður, hefði verið rökréttast fyrir vefinn að fá slóðina. www.gardur.is eða www.gardurinn.is. Hins vegar eru báðar þessar slóðir uppteknar. Önnur leiðir mann inn á vef Garðyrkjufélags Íslands og hin er á vef Kirkjugarðasambands Íslands. Garðmenn klóra sér nú í hausnum og leita eftir góðri slóð með endingunni punktur is.