Níu þúsund hafa skráð sig á „brautina“
Níu þúsund manns hafa nú skráð sig á undirskriftalistann til stuðnings flýtingu tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar. Undirskriftalistinn verður opinn til 22. janúar en þá verður samgönguráðherra afhentur listinn. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut mun fylgja eftir borgarafundi sem haldinn var í Stapa með ýmsum leiðum.M.a. eru hugmyndir um að afhenda þúsund bílabænir í samstarfi við lögregluna.
Talið er að borgarafundurinn í Stapa sé einn sá fjölmennasti „á lýðveldistímum“ eins og það var orðað við áhugahópinn.
Talið er að borgarafundurinn í Stapa sé einn sá fjölmennasti „á lýðveldistímum“ eins og það var orðað við áhugahópinn.