Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Níu teknir á hraðferð
Laugardagur 6. janúar 2007 kl. 11:11

Níu teknir á hraðferð

Níu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi og nótt. Sá sem hraðast ók var mældur á 134 þar sem hámarkshraði er 90.

Að auki var einn kærður fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi og annar var grunaður um ölvun við akstur.

Þá fékk einn einstaklingur að gista fangageymslur eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvun og óspektir á Hafnargötu í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024