Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Níu mánaða dómur fyrir kynferðisbrot
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 15:54

Níu mánaða dómur fyrir kynferðisbrot

Karlmaður frá Suðurnesjum var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára pilti. Hann var auk þess dæmdur fyrir að gefa piltinum og félaga hans áfengi.

Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði í fyrstu talið að pilturinn væri kona, en pilturinn vaknaði við aðfarir mannsins á heimili hans. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði sakargiftir að mestu leyti og sýndi samvinnu við rannsókn málsins.

Þá hafi maðurinn unnið traust piltsins sem skömmu áður hafði trúað honum fyrir erfiðleikum sínum og vanlíðan. Með háttsemi sinni hafi maðurinn því brotið gegn trúnaði piltsins, kynfrelsi hans og æru. Hinum dæmda var gert að greiða piltinum hálfa milljón króna í miskabætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024