Níu Beechraft og þrjár Tornado á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvöllur er herflugvöllur sem aldrei fyrr. Nú eru staddar í Keflavík níu Beechraft flugvélar sem eru á leið til Bandaríkjanna frá Persaflóasvæðinu. Vélarnar eru sérútbúnar og notaðar til eftirlitsflugs.
Þá eru einnig í Keflavík þrjár Tornado-herþotur frá Konunglega breska flughernum. Vélarnar eru hér við æfingar á vegum NATO, en áhafnirnar æfa flug yfir úthafi.
Það er því óvenju mikið af hernaðartólum í gömlu Keflavíkurstöðinni nú, en umferð herflugvéla er nokkuð stöðug um Ísland, þó svo herstöðinni hafi verið lokað.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson