Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Níu ár frá stóra samstöðufundinum í Stapa
Mánudagur 11. janúar 2010 kl. 09:37

Níu ár frá stóra samstöðufundinum í Stapa


Í dag, 11. janúar, eru liðin 9 ár frá því stóri samstöðufundurinn var haldinn í Stapa og markaði upphafið að tvöföldun Reykjanesbrautar. Boðað var til borgarafundarins í Stapa í kjölfarið á alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut. Markmið fundarins var að ná samstöðu um fækkun banaslysa á Reykjanesbraut sem þá höfðu verið allt að 5-6 árlega. Hörmulegt slys rétt fyrir jólahátíðina 2000 þar sem þrír einstaklingar af Suðurnesjum létust varð til þess að fólk þjappaði sér saman um athafnir í stað orða. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og enginn hefur látist í umferðarslysum á tvöfaldaðri Reykjanesbraut í um sex ár. Þessi eina framkvæmd hefur því bjargað rúmlega 30 mannslífum á þessum stutta tíma. Nú 10 árum seinna hefur Íslenska þjóðin mátt horfa upp á annað hörmulegt umferðarslys þar sem þrír synir Hafnarfjarðar létust í einu og sama slysinu á aðventunni. Nú eins og þá er ljóst að framkvæmda er þörf – slysagildrum í umferðinni verður að útrýma og það er framkvæmanlegt. Boðað hefur verið til borgarafundar í Hafnarfirði síðdegis um þjóðarátak í umferðaröryggismálum.

Núllsýn FÍB – tálsýn eða raunveruleiki.

Á opnum borgarafundi í Haukahúsinu Ásvöllum í Hafnarfirði 11. janúar n.k. kl. 17:30, vill FÍB gefa almenningi tækifæri til að kynna sér það markmið félagsins að útrýma banaslysum úr umferðinni fyrir árið 2015. Takist þetta verður Ísland fyrsta landið í heiminum til að ná þessu háleita markmiði sem allir hljóta að vilja stefna að. Á síðustu tíu árum hefur þeim sem látast í umferðinni fækkað ár frá ári eða frá þrjátíu manns niður í 15 svo tekið sé meðaltal þriggja ára. Á sama tímabili hafa u.þ.b. 190 manns slasast alvarlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Oft vill það gleymast hversu mikinn kostnað og hörmungar umferðarslysin kalla yfir gífurlegan fjölda fólks. Á fimm ára tímabili hafa u.þ.b. 7000 manns slasast eða látist í umferðarslysum. Þegar litið er á banaslys á landinu í heild frá árinu 2002, urðu yfir 60% þeirra í umferðarslysum. Næst þar á eftir koma heimilis- og frístundaslys, en þau eru tæplega 18%. En þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur í því að fækka banaslysum er ljóst að fórnir í umferðinni eru allt of dýrar og markmið um að árlega banaslysalausa umferð er nauðsynlegt og löngu tímabært.


Fyrir nákvæmlega níu árum, þann 11. janúar árið 2001 var haldinn fjölmennur borgarafundur um umferðaröryggismál og fækkun banaslysa í umferðinni þegar Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut kom saman ásamt ráðherrum og þingmönnum til að ræða tvöföldun Reykjanesbrautar. Markmiðið var að ná samstöðu um fækkun banaslysa á Reykjanesbraut sem þá höfðu verið allt að 5-6 árlega. Hörmulegt slys rétt fyrir jólahátíðina 1999 þar sem þrír einstaklingar af Suðurnesjum létust varð til þess að fólk þjappaði sér saman um athafnir í stað orða. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og enginn hefur látist í umferðarslysum á tvöfaldaðri Reykjanesbraut í um sex ár. Þessi eina framkvæmd hefur því bjargað rúmlega 30 mannslífum á þessum stutta tíma. Nú 10 árum seinna hefur Íslenska þjóðin mátt horfa upp á annað hörmulegt umferðarslys þar sem þrír synir Hafnarfjarðar létust í einu og sama slysinu á aðventunni. Nú eins og þá er ljóst að framkvæmda er þörf – slysagildrum í umferðinni verður að útrýma og það er framkvæmanlegt. Til þess þurfum við að standa saman og virkja alla aðila til samstilltra aðgerða.


Á vegum Félags íslenskra bifreiðaeiganda er í dag unnið öflugt forvarnastarf m.a. með EuroRAP sem er gæðaúttekt á öryggi vega. Vegir og umhverfi þeirra er skoðað og staðlað mat lagt á öryggi vegarins og líkur á óhöppum. Vegir fá síðan stjörnur fyrir öryggi, líkt og bílum er gefið í árekstraprófunum EuroNCAP. Saman stuðla þessi kerfi að öryggi vegfarenda, þ.e. 5 stjörnu bílar á 5 stjörnu vegum með 5 stjörnu hegðun ökumanna. Þannig næst hámarks öryggi vegfarenda. Með EuroRAP verkefni FÍB, markvissum stuðningi yfirvalda og forvarnarstarfi Umferðarstofu, Vegagerðarinnar, tyggingafélaga og annarra, mætti ná enn betri árangri hér á landi. En til að ná árangri verðum við að hafa skýr markmið og núllsýn FÍB að leiðarljósi.


Nú er farið af stað heimsátak á vegum Sameinuðu Þjóðanna, FIA, Alþjóðabankans, WHO og fleiri aðila til að fækka umferðarslysum. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi undanfarin ár og var kynnt á fyrsta alheimsfundi samgönguráðherra í Moskvu í nóvember síðastliðnum undir kjörorðinu „Time for Action." Markmið átaksins er að fækka banaslysum í umferð um 50% á tímabilinu 2010 til 2020. FÍB ætlar að vera virkur þátttakandi í átakinu á sem flestum sviðum.


Formaur FÍB mun í upphafi fundar fara yfir stöðu mála og kynna hvaða árangri við getum náð með samvinnu og virkum ásetningi í átt að betri umferðarmenningu m.a. með vísan í þann árangur sem borgarafundurinn 11. janúar 2001 skilaði. Aðrir sem taka til máls eru Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB og verkefnastjóri EuroRAP, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Kristinn Hrafnsson, fréttamaður RÚV og séra Karl V. Matthíasson, formaður Umferðarráðs.


Að lokum verða pallborðs umræður með frummælendum, þingmönnum og fl.


Mynd: Frá borgarafundinum í Stapa þann 11. janúar 2000. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson