Nítján vilja í stól bæjarstjóra í Garði og Sandgerði

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs rann út þriðjudaginn 26. júní síðastliðinn.  Umsóknir bárust frá 19 einstaklingum og vinnur bæjarstjórn nú úr umsóknum í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Hagvang. 
 
Nöfn umsækjenda verða birt í lok þessarar viku.