Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nítján félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes ljúka Fyrstu hjálp í óbyggðum
Þriðjudagur 24. mars 2009 kl. 14:17

Nítján félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes ljúka Fyrstu hjálp í óbyggðum

Nítján félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ hafa lokið námskeiði í Fyrstu hjálp í óbyggðum. Námskeiðið tekur samtals 80 klukkustundir.
 
Námskeiðinu Wilderness First Resbonder lauk um nýliðna helgina í húsnæði  Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Þetta var síðasta helgin af þremur en þetta er um 80 klukkustunda námskeið. Alls tóku 23 félagar þátt en það eru 19 félagar Björgunarsveitinni Suðurnes, einn félagi úr Hjálpasveit Skáta í Kópavogi, einn félagi úr Hjálpasveit Skáta Hveragerði og einn félagi úr Björgunarsveitinni Þorbjörn í Grindavík.

„Eitt er hægt að segja með þetta námskeið, það er hrein snilld og nauðsynlegt fyrir félaga björgunarsveitanna að huga að því að taka svona námskeið,“ segir Kári Viðar Rúnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

„Námskeið sem þetta veitir þeim sem hafa lokið því rétt til að nota vinnureglur frá landlækni. En það er með þetta námskeið eins og öll önnur að það eru kennarar sem gera gott námskeið enn betra og að nemendur hafi áhuga á því sem er verið að gera,“ segir Kári.

Björgunarsveitin Suðurnes vill þakka frábærum kennurum fyrir gott námskeið en þeir kennarar sem kenndu þetta námskeið eru allir starfandi bráðatæknar.
 
 
Mynd: Frá námskeiðinu Fyrsta hjálp í óbyggðum sem lauk í Reykjanesbæ um liðna helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024