Niðurtalning hjá Landsbankanum
flytur höfuðstöðvar sínar á Suðurnesjum í glæsilegt húsnæði við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ.
Landsbankinn í Keflavík flytur starfsemi sína í stórhýsi Kaupfélags Suðurnesja að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ nk. mánudag 18. mars. Undirbúningur vegna flutningsins hefur staðið yfir síðustu mánuði.
Landsbankinn mun flytja alla starfsemi sína frá Tjarnargötu í Keflavík en eftir yfirtöku bankans á Spkef fyrir tveimur árum sameinaðist starfsemi þeirra beggja í húsnæði sem Spkef hafði verið í um tvo áratugi. Fram að því hafði Landsbankinn verið með útibú við Hafnargötu 57 í Keflavík.
Hér eru nokkrar myndir frá nýju höfuðstöðvum Landsbankans á Suðurnesjum. Iðnaðarmenn á fullu við hin ýmsu störf.
-
-
-