Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. desember 2000 kl. 11:33

Niðurstöður úr samræmdum prófum: Slakur árangur á Suðurnesjum

Grunnskólar á Suðurnesjum koma ekki nógu vel út, samkvæmt niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Árangur skólanna hefur þó batnað lítillega síðan í fyrra enda hafa kennarar og skólastjórnendur lagt sig alla fram við að ná settu marki. Ýmsar ástæður liggja að baki þessum lágu meðaleinkunnum en í næstu viku verður farið nánar ofan í saumana á málinu.
Meðaleinkunn hjá 4. bekk á landinu öllu var 6,4 í stærðfræði og 6,1 í íslensku. Meðaleinkunn á Suðurnesjum var hins vegar 6,0 í stærðfræði og 5,5 í íslensku. Athygli vekur að einkunn í íslensku er töluvert langt undir landsmeðaltali.
Einkunnir í 7. bekk eru nær landsmeðaltali. Meðaleinkunn í stærðfræði í grunnskólum á Suðurnesjum er 6,5 og 6,4 í íslensku en meðaleinkunn á landinu er 6,7 í stærðfræði og 6,8 í íslensku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024