Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðursokknir Garðmenn skoða gamlar myndir
Laugardagur 18. október 2003 kl. 12:21

Niðursokknir Garðmenn skoða gamlar myndir

Smiðirnir Dúddi og Ásgeir, Þórður Kristjánsson og Ásgeir Kjartansson, voru niðursokknir í að skoða ljósmyndir gamla tímans úr Garðinum á stórsýningunni Garðurinn byggða bestur í Íþróttamiðstöðinni í Garði síðdegis. Sýningin er opin alla helgina en sýningin er fjölbreytt og höfðar ekki síður til annarra Suðurnesjamanna en Garðmanna.

Í dag, laugardag, verður boðið upp á saltfisk, a la Rúnar Marvinsson, auk þess sem þar verða tískusýningar og kynningar á um 50 sýningarbásum. Ókeypis er inn á sýninguna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024