Niðursokknir Garðmenn skoða gamlar myndir
Smiðirnir Dúddi og Ásgeir, Þórður Kristjánsson og Ásgeir Kjartansson, voru niðursokknir í að skoða ljósmyndir gamla tímans úr Garðinum á stórsýningunni Garðurinn byggða bestur í Íþróttamiðstöðinni í Garði síðdegis. Sýningin er opin alla helgina en sýningin er fjölbreytt og höfðar ekki síður til annarra Suðurnesjamanna en Garðmanna.