Niðurskurður yfirvofandi á Keflavíkurflugvelli
Bandaríska utanríkisráðuneytið og varnarmálaráðuneytið deila um framtíð herstöðvarinnar í Keflavík. Fyrstu tillögu Bandaríkjamanna verða lagðar fyrir á morgun. Þeir hyggjast þó ekki loka stöðinni í bili en ljóst er að niðurskurður er yfirvofandi. Verkalýðsleiðtogar eru uggandi vegna málsins. Elisabeth Jones, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur til landsins í kvöld og á fund með íslenskum ráðamönnum á morgun. Heimildir fréttastofu herma að hún vilji leggja fram fyrstu hugmyndir Bandaríkjanna um viðauka við varnarsamninginn.
Heimildir innan bandaríska utanríkisráðuneytisins herma þó að ekki sé um mjög ákveðnar tillögur að ræða en svo virðist vera sem lokun stöðvarinnar sé nánast útlokuð í bili, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Raunar segja heimildamenn fréttastofunnar að mjög ólíkar hugmyndir séu innan utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna í Bandaríkjunum, í raun sé deilt um stefnuna. Utanríkisráðuneytið taki fleira með í reikninginn en einungis fjárhagshliðina.
Engu að síður er ljóst að niðurskurður er yfirvofandi. Hjá utanríkisráðuneytinu í Washington var að skilja á mönnum að laga yrði Keflavíkurstöðina og varnarsamninginn að nýrri stöðu heimsmála þar sem mikilvægt væri að mæta þeirri ógn sem nú steðjaði að. Það er einkum hryðjuverkum. Síðast þegar að fréttist, héldu sig engir hryðjuverkamenn hér á landi.
Þegar spurt var hvort sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja stríðið í Írak hefði áhrif á viðræðurnar var fátt um svör. Einungis var að skilja á heimildarmönnum fréttastofunnar í Washington að Bandaríkjamenn væru meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir bæru hér á landi og það væri ekki siður Bandaríkjamanna að gleyma slíkri ábyrgð.
Talsmenn verkalýðsfélaga og hagsmunahópa á Suðurnesjum, þar sem 75% starfsmanna á vellinum búa, eru uggandi vega ástandsins. Þeir segja ekki bætandi á bágt atvinnuástand, en um 1700 íslenskir starfsmenn starfa á Keflavíkurflugvelli.
Stöð 2 greindi frá í kvöld.
Heimildir innan bandaríska utanríkisráðuneytisins herma þó að ekki sé um mjög ákveðnar tillögur að ræða en svo virðist vera sem lokun stöðvarinnar sé nánast útlokuð í bili, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Raunar segja heimildamenn fréttastofunnar að mjög ólíkar hugmyndir séu innan utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna í Bandaríkjunum, í raun sé deilt um stefnuna. Utanríkisráðuneytið taki fleira með í reikninginn en einungis fjárhagshliðina.
Engu að síður er ljóst að niðurskurður er yfirvofandi. Hjá utanríkisráðuneytinu í Washington var að skilja á mönnum að laga yrði Keflavíkurstöðina og varnarsamninginn að nýrri stöðu heimsmála þar sem mikilvægt væri að mæta þeirri ógn sem nú steðjaði að. Það er einkum hryðjuverkum. Síðast þegar að fréttist, héldu sig engir hryðjuverkamenn hér á landi.
Þegar spurt var hvort sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja stríðið í Írak hefði áhrif á viðræðurnar var fátt um svör. Einungis var að skilja á heimildarmönnum fréttastofunnar í Washington að Bandaríkjamenn væru meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir bæru hér á landi og það væri ekki siður Bandaríkjamanna að gleyma slíkri ábyrgð.
Talsmenn verkalýðsfélaga og hagsmunahópa á Suðurnesjum, þar sem 75% starfsmanna á vellinum búa, eru uggandi vega ástandsins. Þeir segja ekki bætandi á bágt atvinnuástand, en um 1700 íslenskir starfsmenn starfa á Keflavíkurflugvelli.
Stöð 2 greindi frá í kvöld.