Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurrif gömlu sundhallarinnar samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði
Laugardagur 25. ágúst 2018 kl. 12:16

Niðurrif gömlu sundhallarinnar samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 24. ágúst umsókn Vatnsnessteins ehf. um niðurrif á gömlu Sundhöllinni í Keflavík. Ragnheiður Elín Árnadóttir frá Hollvinasamtökum sundhallarinnar segir ákvörðunina virðingarleysi og samtökin séu ekki búin að syngja sitt síðasta í málinu. Kært verði til ráðuneytisins.

Í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst kemur fram að í ljósi fyrirliggjandi gagna samþykkir ráðið umsókn um byggingarleyfi um niðurrif.

Í áliti Húsafriðunarnefndar segir m.a.: „Þrátt fyrir að nefndin telji Sundhöll Keflavíkur hafa hátt varðveislugildi vegna menningarsögu þá nægir heildarniðurstaða varðveislumats ekki til þess að húsafriðunarnefnd geti mælt með því við Minjastofnun Íslands að hún eigi frumkvæði að friðlýsingu mannvirkisins“.
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir hollvinasamtökum Sundhallar Keflavíkur. Hún átti fund með Minjastofnun um málið sl. þriðjudag. Hún sagði í samtali við Víkurfréttir að hollvinir Sundhallar Keflavíkur hefðu ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og því væri ekki lokið þrátt fyrir þessa niðurstöðu nefndarinnar, sem er kæranleg til æðra stjórnvalds.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024