Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurleggjara stolið úr báti
Laugardagur 20. nóvember 2004 kl. 15:00

Niðurleggjara stolið úr báti

Niðurleggjara úr báti var stolið við Básveg í Reykjanesbæ á fimmtudag en verið var að yfirfara niðurleggjarann. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í Keflavík. Í gær var keyrt á bifreið sem lagt var á bílastæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skemmdist bifreiðin á vinstra framhorninu og var ekið á hana á bilinu frá 9 til 11. Sá er tjóninu olli ók á brott án þess að láta vita af sér. Þeir sem kunna að hafa séð atburðinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024