Niðurgreiðsla fyrir börn hjá dagmæðrum
Tillaga sveitarstjóra Gerðahrepps um niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum var samþykkt á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps í síðustu viku.(a)
Hreppsnefnd samþykkir að á meðan biðlisti er á leikskólum Gefnarborgar greiðist eftirfarandi til dagmæðra, sem hafa leyfi Barnaverndarnefndar. Skilyrði fyrir greiðslu er að viðkomnandi barn sé á biðlista leikskólans.
4 tíma vistun kr. 5.200
5 tíma vistun kr .6.500
(b)
Hreppsnefnd samþykkir að greiða fyrir 1 árs börn, sem eru hjá dagmæðrum, sem hafa leyfi frá Barnaverndarnefnd, á eftirfarandi hátt:
4 tíma vistun kr. 5.200
5 tíma vistun kr. 6.500
Greinargerð:
Þegar nýi leiskólinn var tekinn í notkun var reiknað með að þörfinni væri mætt til næstu ára. þróunin hefur orðið á annan hátt og er nú þegar nokkur biðlisti. Til að koma á móts við foreldra, sem þurfa að bíða eftir plássi fyrir börn sín á leikskóla og hafa börn hjá dagmæðrum er lagt til að teknar verði upp niðurgreiðslur á þann hátt, sem fram kemur í tillögunni. Reikna má að útgjöld Gerðahrepps geti orðið á ársgrundvelli um kr. 1.000.000.
Varðandi B-lið er um aukna þjónustu að ræða við ungt fólk til að gefa því aukna möguleika á að vinna utan heimilis.
Gera má ráð fyrir að útgjöld Gerðahrepps á ársgrundvelli vegna þessi geti orðið á bilinu kr. 700.000 til 1.000.000.
Hreppsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna og gildistaka sé frá 1.feb.2002.
Hreppsnefnd samþykkir að á meðan biðlisti er á leikskólum Gefnarborgar greiðist eftirfarandi til dagmæðra, sem hafa leyfi Barnaverndarnefndar. Skilyrði fyrir greiðslu er að viðkomnandi barn sé á biðlista leikskólans.
4 tíma vistun kr. 5.200
5 tíma vistun kr .6.500
(b)
Hreppsnefnd samþykkir að greiða fyrir 1 árs börn, sem eru hjá dagmæðrum, sem hafa leyfi frá Barnaverndarnefnd, á eftirfarandi hátt:
4 tíma vistun kr. 5.200
5 tíma vistun kr. 6.500
Greinargerð:
Þegar nýi leiskólinn var tekinn í notkun var reiknað með að þörfinni væri mætt til næstu ára. þróunin hefur orðið á annan hátt og er nú þegar nokkur biðlisti. Til að koma á móts við foreldra, sem þurfa að bíða eftir plássi fyrir börn sín á leikskóla og hafa börn hjá dagmæðrum er lagt til að teknar verði upp niðurgreiðslur á þann hátt, sem fram kemur í tillögunni. Reikna má að útgjöld Gerðahrepps geti orðið á ársgrundvelli um kr. 1.000.000.
Varðandi B-lið er um aukna þjónustu að ræða við ungt fólk til að gefa því aukna möguleika á að vinna utan heimilis.
Gera má ráð fyrir að útgjöld Gerðahrepps á ársgrundvelli vegna þessi geti orðið á bilinu kr. 700.000 til 1.000.000.
Hreppsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna og gildistaka sé frá 1.feb.2002.