Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

NFS semur við Langbest og Sambíóin
Föstudagur 2. apríl 2010 kl. 11:32

NFS semur við Langbest og Sambíóin

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja gerði nýverið samstarfssamning við bæði Langbest og Sambíóin í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningarnir eru liður í að veita félögum nemendafélagsins ákveðin fríðindi sem nemendur nálgast með því að framvísa nemendafélagskorti.

Með því að framvísa kortinu á Langbest fá félagsmenn 10% afslátt af matseðli og ýmis tilboð. Miðvikudaga verða síðan NFS-bíódagar, en þeir sem framvísa nemendafélagskortinu fá tvo aðgöngumiða á verði eins.

Það var formaður og varaformaður nemendafélagsins, Sigfús Jóhann Árnason og Hildur Björk Pálsdóttir, sem skrifuðu undir samningana í seinasta mánuði, en tilboðin gilda út sumarið.

Nemendafélagskortið veitir félagsmönnum ýmis önnur fríðindi, en listann má nálgast á skrifstofu NFS, eða á heimasíðu nemendafélagsins, nfs.is.