Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

NFS safnaði rúmum 600 þúsund krónum
Fimmtudagur 11. mars 2021 kl. 10:56

NFS safnaði rúmum 600 þúsund krónum

Nemandafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð nýlega fyrir góðgerðarviku. Markmið söfnunarinnar var að safna peningum fyrir félagsmann sem greindist með krabbamein. Söfnuninn fór fram úr öllum væntingum og safnaðist hvorki meira né minna en 611.471 kr.

„Nemendur tóku sig saman og fóru í góðgerðarbíó, spinning og Superform, seldu bollakökur og hentu rjóma í kennara. Einnig var hægt að heita á nemendur að gera ýmsa hluti eins og t.d. aflita á sér hárið, borða pipar og allskonar skemmtilegt. Allur ágóði söfnunarinnar rann beint í sjóðinn. Hægt var að styrkja með beinu framlagi með því að leggja inn á söfnunarreikning. Nemandafélagið þakkar kærlega fyrir allan stuðninginn,“ segir í tilkynningu frá NFS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024