NFS mótmælir breytingum á leiðarkerfi strætó í Reykjanesbæ
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur sent frá sér ályktun varðandi tilætlaðar breytingar á leiðarkerfi strætó í Reykjanesbæ. Þar segir:
„Í nýjum breytingum á leiðarkerfi Strætó mun strætó hætta að stoppa við FS kl. 08:01, eins og hann hefur ávallt gert en mun þess í stað stoppa við Holtaskóla kl. 08:05, en það er nákvæmlega á sama tíma og kennslustund hefst í FS. Þessar breytingar eru ekki gerðar í samráði við þá nemendur sem nýta sér þessa þjónustu og því eigum við erfitt með að sjá það hvernig þessar breytingar eiga að þjóna heildinni og þá sérstaklega námsmönnum.
Þessar breytingar muna hafa það með sér í för að margir nemendur munu ekki geta nýtt sér þjónustu vagnanna sem er mjög slæmt.
NFS mótmælir þessum breytingum og hvetur bæjarstjórn til þess að enduríhuga þessar breytingar og fá alla hagsmunaaðila að borðinu,“ segir í ályktuninni frá aðalstjórn Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.