Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Neytti fíkniefnakokteils
  • Neytti fíkniefnakokteils
    Lögreglustöðin við Hringbraut.
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 10:57

Neytti fíkniefnakokteils

– Sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Ökumaður á þrítugsaldri var tekinn úr umferð um helgina eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði stöðvað akstur hans og hann viðurkennt neyslu á kannabis. Í fyrstu sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en ók nokkurn spöl áður en hann stöðvaði bifreið sína. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu ekki einungis neyslu hans á kannabis heldur einnig á amfetamíni og ópíumefni.

Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 135 kílómetra hraða á Garðskagavegi þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hinir fjórir mældust einnig vel yfir hundrað kílómetra hraða.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024