Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neytendastofa telur brot Hótel Keflavík alvarlegt
Föstudagur 10. júní 2016 kl. 09:49

Neytendastofa telur brot Hótel Keflavík alvarlegt

Sekt vegna ummæla um keppinaut

Neytendastofa hefur úrskurðað að Hótel Keflavík beri að greiða greiða 250.000 krónur í stjórnvaldssekt vegna þess að starfsmaður hótelsins hafði skrifað neikvæðar umsagnir undir fölsku flaggi um keppinaut sinn, Flughótel, á ferðasíðuna Expedia.com. Starfsmaður Hótel Keflvíkur munu hafa pantað herbergi fyrir gesti sína á Flughóteli því uppbókað var á Hótel Keflavík. Í kjölfarið voru skrifaðar neikvæðar umsagnir um Flughótel. Hægt var að rekja umsagnirnar til Hótel Keflavík því þær tengdust netfangi þaðan. RÚV fjallar um málið í dag.

Flughótel mun hafa leitað til Neytendastofu í júlí í fyrra vegna málsins. Neytendastofa kom kvörtuninni á framfæri við Hótel Keflavík sem kannaði málið. Í svari frá hótelinu kemur fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum og það harmað að bókanir tengdar fyrirtækinu hefði verið notaðar til að skrá þessi ummæli. Öllum athugasemdunum á Expedia.com hefði verið eytt og núverandi starfsfólki gerð grein fyrir alvarleika málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Neytendastofa telur brot Hótel Keflavík alvarlegt þar sem reynt hafi verið að villa á sér heimildir og háttsemin hafi beinst sérstaklega að tilteknum keppinaut. Horft var til þess að Hótel Keflavík hefði brugðist við og gert ráðstafanir til þess að uppákoma af þessu tagi ætti sér ekki stað af hálfu þess eða starfsmanna þess. Var hótelinu því gert að greiða 250 þúsund krónur í stjórnvaldssekt.