Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neyðarsendir fór í gang á Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 19. desember 2013 kl. 10:09

Neyðarsendir fór í gang á Keflavíkurflugvelli

Neyðarsendir fór óvart í gang í flugvél sem var verið að lesta á Keflavíkurflugvelli í morgun. Neyðarsendingar tóku að berast Landhelgisgæslunni snemma í morgun og boð frá gervihnetti gáfu til kynna að boðin bærust frá Keflavíkurflugvelli.

Málið var kannað á flugvellinum og voru menn fljótir að rekja boðin til ákveðinnar vélar. Slökkt var á sendinum en ekki er vitað hvers vegna hann hóf að senda út neyðarboð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024