Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neyðarmerki suðvestur af Grindavík
Föstudagur 28. október 2005 kl. 14:28

Neyðarmerki suðvestur af Grindavík

Merki frá neyðarsendi barst til Landhelgisgæslunnar um gervitungl í gegnum jarðstöð í Bodø í Noregi um tólfleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar virðist sem neyðarsendirinn sé um 5 mílur suðvestur af Grindavík. Sendirinn sendir út á tíðninni 121,5 Mhz og er um 10 mílna frávik á staðsetningu hans. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er á leið í loftið og mun hún leita nánar.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er merki sendisins dauft og greindist það ekki vel í flugturninum í Keflavík. Hvorki er vitað í hvaða báti sendirinn er né hvort hann sé í báti úti á sjó. Fáir bátar eru úti um þessar mundir enda hvasst í sjóinn og mikill öldugangur við Reykjanes.

Flugvélar og aðrir bátar hafa verið beðin um að hlusta eftir merkjum neyðarsendisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024