Neyðarmerki suðvestur af Grindavík
Merki frá neyðarsendi barst til Landhelgisgæslunnar um gervitungl í gegnum jarðstöð í Bodø í Noregi um tólfleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar virðist sem neyðarsendirinn sé um 5 mílur suðvestur af Grindavík. Sendirinn sendir út á tíðninni 121,5 Mhz og er um 10 mílna frávik á staðsetningu hans. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er á leið í loftið og mun hún leita nánar.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er merki sendisins dauft og greindist það ekki vel í flugturninum í Keflavík. Hvorki er vitað í hvaða báti sendirinn er né hvort hann sé í báti úti á sjó. Fáir bátar eru úti um þessar mundir enda hvasst í sjóinn og mikill öldugangur við Reykjanes.
Flugvélar og aðrir bátar hafa verið beðin um að hlusta eftir merkjum neyðarsendisins.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er merki sendisins dauft og greindist það ekki vel í flugturninum í Keflavík. Hvorki er vitað í hvaða báti sendirinn er né hvort hann sé í báti úti á sjó. Fáir bátar eru úti um þessar mundir enda hvasst í sjóinn og mikill öldugangur við Reykjanes.
Flugvélar og aðrir bátar hafa verið beðin um að hlusta eftir merkjum neyðarsendisins.