Neyðarlending í nótt vegna veikinda
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í nótt tilkynning þess efnis að fyrirhuguð væri neyðarlending flugvélar vegna veikinda farþega. Vélinn var í áætlunarflugi frá New York til Osló þegar farþegi, tæplega fimmtugur karlmaður, fékk slæman brjóstverk. Sjúkraflutningamenn og læknir komu á vettvang og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Að því búnu hélt vélin leiðar sinnar.