Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Netverslun Nettó: Hvetja fólk til að panta fram í tímann
Fimmtudagur 16. febrúar 2023 kl. 16:27

Netverslun Nettó: Hvetja fólk til að panta fram í tímann

Netverslun Nettó hefur tekið mikinn kipp eftir umræðu um áhrif verkfallsaðgerða. Pantanir eru eins og þær voru í lok COVID faraldursins 2022 en fólk pantar með skömmum fyrirvara. Samkaup hvetja viðskiptavini til að hugsa fram í tímann.

Mjög mikil aukning hefur verið í pöntunum í Netverslun Nettó eftir að umræða byrjaði um vöruskort í verslunum og hvaða áhrif gætu orðið á röskun í vöruflutningum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við sjáum gríðarlega aukningu á hverjum klukkutíma og erum að kappkosta við að bæta í tínslunet okkar og heimskeyrslu. Áskorunin er hinsvegar að viðskiptavinir panta með mjög skömmum fyrirvara þannig að heimkeyrslan selst upp jafn óðum. Við hvetjum því viðskiptavini til að panta fram í tímann til að tryggja sér heimkeyrslu í tæka tíð,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.