Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettó styrkir Fjölskylduhjálp og Hjálparstarf Kirkjunnar
Sunnudagur 23. desember 2018 kl. 15:41

Nettó styrkir Fjölskylduhjálp og Hjálparstarf Kirkjunnar

Verslanir Samkaupa leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Árlega styrkir fyrirtækið verkefni m.a. á sviði góðgerðarmála, æskulýðs- og forvarnarstarfa, heilbrigðs lífsstíls og umhverfismála. Núna fyrir jólin færði Nettó Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar gjafakort í verslanir fyrirtækisins að verðmæti ein milljón króna.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa færði Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands og Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra hjá Hjálpastarfi Kirkjunnar gjafakortin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024