Nettó styrkir Fjölskylduhjálp og Hjálparstarf Kirkjunnar
Verslanir Samkaupa leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Árlega styrkir fyrirtækið verkefni m.a. á sviði góðgerðarmála, æskulýðs- og forvarnarstarfa, heilbrigðs lífsstíls og umhverfismála. Núna fyrir jólin færði Nettó Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar gjafakort í verslanir fyrirtækisins að verðmæti ein milljón króna.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa færði Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands og Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra hjá Hjálpastarfi Kirkjunnar gjafakortin.