Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nettó opnar í Grindavík
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 16:50

Nettó opnar í Grindavík

Nettó opnaði verslun sína í Grindavík við hátíðlega athöfn á hádegi í dag. Mikil eftirvænting var eftir opnuninni og var fjöldi fólks kominn í biðröð áður en starfsfólk opnaði dyrnar.

Meðlimir yngri kynslóðarinnar létu sitt ekki eftir liggja, enda var ókeypis ís í boði.

Við þetta tækifæri afhenti Brynjar Steinarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa, UMFG rausnarlegan styrk að upphæð 600.000 sem skiptist jafnt niður á knattspyrnudeildina og fimleikadeildina.

Hörður Gumundsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, klippti á borðann og opnaði verslunina opinberlega.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024