Nettó mótinu frestað!
Von var á rúmlega 1300 keppendum og líklega enn fleiri foreldrum.
Nettó mótinu í körfubolta ungmenna sem fara átti fram í Reykjaesbæ um helgina hefur verið frestað. Í tilkynningu til foreldra segir: Á stöðufundi mótsnefndar sem fór fram nú síðdegis var ekin sú erfiða ákvörðun að fresta að Nettó-mótinu um ótilgreindan tíma. Mikil forsendubreyting var í dag eftir fund Almannavarna síðdegis þar sem lýst var yfir neyðarstigi og í kjölfarið fóru afboðanir að berast í miklum mæli.
Von var á rúmlega 1300 keppendum í Nettó-mótið og líklega rúmlega annað eins af foreldrum. Ekki er ólíklegt að nærri 3 þúsund manns mættu til Suðurnesja vegna mótsins. Margir veitingastaðir voru búnir að setja sig í stellingar en þetta er líklega stærsta helgi ársins á Suðurnesjum hvað varðar heimsóknir á svæðið.