Nettó með myndarlegan styrk til Velferðarsjóðs Suðurnesja
Velferðarsjóður Suðurnesja er ofarlega í hugum fólks nú fyrir jólin. Myndarlegir styrkir streyma í sjóðinn. Fyrirtæki og félagasamtök láta mörg hver hundruð þúsunda í sjóðinn og eins koma einstaklingar og hópar með smærri framlög. Samkaup hf., sem m.a. eiga og reka Nettó, styrktu Velferðarsjóð Suðurnesja með myndarlegu framlagi í gærdag og bættust þar í hóp þeirra sem hafa látð fé af hendi rakna til sjóðsins.
Framlag Nettó er í formi rafrænna inneignarkorta sem má nota í verslunum Nettó.
Myndin var tekin við afhendingu gjafarinnar í gær. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi