Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. október 2001 kl. 09:27

Netþjónabú gæti aukið atvinnu- og útflutningsmöguleika

Unnið er að undirbúningi 8 MW netþjónabús á Suðurnesjum í samstarfi við bandaríska fjárfesta sem ætla ekki að láta staðar numið. Stóriðja nýja hagkerfisins á undir högg að sækja í Bandaríkjunum vegna orkuskorts og öryggisleysis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sl.
Verið er að setja saman undirbúningshóp með þeim aðilum sem hafa hagsmuna að gæta. Á næstu dögum hefst vinna af fullum krafti við að koma upp netþjónabúi hér í nánustu framtíð að sögn Helgu Sigrúnar Harðardóttur hjá Markaðs- og atvinnuskrifstofu Reykjanesbæjar en á meðal samstarfaðila bæjarins eru Landssíminn, Fjárfestingarskrifstofa Íslands og Hitaveita Suðurnesja.
Helga Sigrún telur hugsanlegt að í kjölfar netbúsins opnist nýjar víddir í atvinnu- og útflutningsmálum á Suðurnesjum.
Varðandi samkeppnisstöðu Íslands nefnir Helga Sigrún sérstaklega orkukreppuna í Bandaríkjunum og einnig óvissu í öryggismálum eftir atburðina 11. september. Það séu meðal annars þessi atriði sem fái þarlenda fjárfesta til að líta í auknum mæli til annarra landa. Hún segir að dæmi séu um að netþjónabú séu rekin á 15-20% afköstum þar í landi vegna orkuskorts en þó með viðunandi afkomu.
Þessi markaður var metinn á 4,5 milljarða dollara árið 2000 en í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Reykjanesbæ af viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir að sú tala verði 30 milljarðar árið 2005.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024