Netagerðadeildin vekur eftirtekt
Föstudaginn 8. apríl komu nemendur úr stýrimannadeild Fjöltækniskólans í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var tilgangurinn að heimsækja Netagerðardeildina. Þar skoðuðu gestirnir m.a. tilraunatankinn sem þar var komið upp í vetur. Skoðuð voru líkön í tanknum og spáð í atferli og útlit veiðarfæra við ýmsar kringumstæður. Einnig voru sýnd nokkur þróunarverkefni sem skólinn og netagerðirnar hér í kring eru að vinna saman. Alls voru þarna á ferð 21 nemandi ásamt kennara sínum.