Nesprýði vinnur við fimmtán hraðahindranir í Reykjanesbæ
Starfsmenn Nesprýði standa í ströngu þessa dagana við gerð fimmtán hraðahindrana í Reykjanesbæ. Jón Olsen, framkvæmdastjóri sagði verkið ganga vel en um er að ræða uppsetningu hraðahindrana á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu.
Veður hefur verið gott í haust og starfsmenn Nesprýði eru ekki lengi að ganga frá hraðahinrununum.Þeir voru fyrr í vikunni að setja þrjár upp á Norðurvöllum. Jón sagði aðspurður um kostnað bæjarfélagsins við þetta vera um 250 þús. kr. á hverja hindrun. “Það voru flest allir sammála um að þetta var orðið mikil nauðsyn víða í bæjarfélaginu, ekki síst þar sem mikil umferð gangandi barna væri. Þetta nær niður umferðarhraða sem er víða alltof mikill. Við höfum mörg dæmi um það hér í Vallahverfinu", sagði Jón.
Veður hefur verið gott í haust og starfsmenn Nesprýði eru ekki lengi að ganga frá hraðahinrununum.Þeir voru fyrr í vikunni að setja þrjár upp á Norðurvöllum. Jón sagði aðspurður um kostnað bæjarfélagsins við þetta vera um 250 þús. kr. á hverja hindrun. “Það voru flest allir sammála um að þetta var orðið mikil nauðsyn víða í bæjarfélaginu, ekki síst þar sem mikil umferð gangandi barna væri. Þetta nær niður umferðarhraða sem er víða alltof mikill. Við höfum mörg dæmi um það hér í Vallahverfinu", sagði Jón.