Nesprýði fær tvö stór verk
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta Nesprýði ehf. fá tvö verk, annars vegar við endurbyggingu Kirkjuteigs og hins vegar við endurbyggingu Holtsgötu. Nesprýði átti næst lægsta tilboð í Kirkjuteig og lægsta í Holtsgötu.Toppurinn-Verktakar ehf. átti lægsta tilboð í Kirkjuteiginn, en tilboð þeirra nam 84% af kostnaðaráætlun. Tilboð Nesprýði nam 84,4% af kostnaðaráætlun, eða rétt tæpum 13 millj. kr. Toppurinn-Verktakar ehf. hefur ekki staðist tímamörk í gatnagerðarverkum sem fyrirtækið hefur fengið skv. útboðum hjá Reykjanesbæ á sl. ári, og hefur bæjarsjóður fengið á sig bótakröfu frá byggingaraðila sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa. Því lagði bæjarverkfræðingur til að tilboði Nesprýði yrði tekið, sem var samþykkt.