Nesprýði endurbyggir Strandgötu
Aðeins eitt tilboð barst Vegagerðinni í endurbyggingu Garðskagavegar (Strandgötu) í Sandgerði og kom það frá Nesprýði. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 50.7 milljónir en tilboð Neprýði var upp á 45 milljónir.
Um er að ræða 380 metra kafla milli Austurgötu og Vitatorgs. Í verkingu felst upprif á hluta af núverandi slitlagi, yfirlögn malbiks, hellulögn gangstétta og endurnýjun allra lagna.
Eins og vf.is greindi frá gær barst aðeins eitt tilboð í stækkun leikskóla í Sandgerði og þykir það til marks um góða verkefnastöðu fyrirtækja í byggingariðnaði um þessar mundir hve lítil samkeppni er í útboðum sem þessum.
Mynd: Á gatnamótum Tjarnargötu og Vitatorgs í Sandgerði mun koma hringtorg, eins og sést á þessari mynd frá Vegagerðinni.