Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. desember 2000 kl. 10:47

Nesfiskur kaupir eignir HB í Sandgerði

Haraldur Böðvarsson hf. hefur samþykkt kauptilboð í meginhluta fasteigna fyrirtækisins í Sandgerði ásamt vertíðarbátnum Jóni Gunnlaugs GK 444 með nokkrum veiðiheimildum. Tilboðið er frá eigendum Nesfisks hf. í Garði.Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks sagði í samtali við VF.IS í morgun að fyrst og fremst hafi fyrirtækið verið að tryggja sér góða frystiklefa en fyrirtækið hafi vantað frystiklefapláss. Þá fær Nesfiskur einnig góð hús fyrir vinnslu uppsjávarfisks.
„Þetta eru fyrst og fremst frystihús, verbúðin og Jón Gunnlaugs GK sem við kaupum“, sagði Bergþór. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvort reglubundinni fiskvinnslu verði komið á í húsunum í Sandgerði. Það yrði tíminn að leiða í ljós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024