Nesfiskur hagræðir og leggur tveimur skipum
Nesfiskur hf. í Garði ætlar að leggja tveimur togveiðiskipum í vor og flytja aflaheimildir yfir á aðra báta. Áhöfnum skipanna hefur verið sagt upp.Morgunblaðið greinir frá því í morgun að skipin séu Jón Gunnlaugs GK 444 og Sigurfari GK 138. Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks segir í samtali við blaðið að fyrirtækið sé að bregðast við breyttum aðstæðum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða um 4000 tonna þorskígildiskvóta og reynt verði að ná kvótanum með sem hagkvæmustum hætti. Ekki verður gerð mikil breyting á fiskvinnslu fyrirtækisins í Garði, sem er umfangsmikil en Nesfiskur er stærsti vinnuveitandinn í Garði